Bjóða fram S í Sandgerði

Deildar meiningar hafa verið í félaginu um hvort boðið yrði fram undir listabókstafinum K en Samfylkingin hefur undanfarnar kosningar verið í samstarfi við óháða borgara í K-listanum.
Stjórn félagsins lét kanna skoðanir félagsmanna á þessu í símakönnun á mánudagskvöldið. Það náðist í 118 manns og 100 svöruðu.
Um 26% vildu að Samfylkingin byði fram K-lista, 28% vildi S-lista og um 45% sögðu að það skipti ekki máli hvor stafurinn yrði notaður.
Á fundinum var einnig ákveðið að fara í opið prófkjör til að velja þrjá efstu menn listans.