Sunnudagur 12. nóvember 2006 kl. 01:08
Björk komin í 4. sætið

Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, var komin í 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þegar búið var að telja 3200 atkvæði af um 5200 atkvæðum sem greidd voru. Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, sem var í 4. sæti þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn, var hins vegar komin í 6. sætið, segir á mbl.is.