Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:03
D-ÁLMAN Á 382 MILLJ.

Bygging D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er draumur sem lifði af bæði Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæslu Suðurnesja en er nú í fullri vinnslu og að sögn Jóhanns Einvarðssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, er áætlað að öðrum áfanga ljúki í september á þessu ári. „Áætlað er að uppsteypu og frágangi byggingarinnar utan dyra ljúki í september og er kostnaður við fyrstu tvo áfangana um 131 milljónir. Unnið er að hugmyndum um frágang lóðar í samvinnu við Reykjanesbæ en það verkefni tilheyrir næsta áfanga. Samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaganna frá 1997 er gert ráð fyrir rétt rúmum 382 milljónum í verkið og á því að vera lokið á árinu 2001“.