Aðsent

„Eigum mikið inni“
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 09:47

„Eigum mikið inni“

Vinstrihreyfingin grænt framboð kynnti helstu baráttumál flokksins í  Reykjanesbæ á þriðjudag. Flokkurinn setur atvinnumálin á oddinn og er alfarið á móti byggingu álvers í Helguvík. Oddviti Vinstri grænna,  Sigurður Eyberg Jóhannesson, sagði í samtali við Víkurfréttir að sérstaða flokksins væri falin í því að hann vildi beina sjóninni að uppbyggingu smærri fyrirtækja í bæjarfélaginu og vildi ekki sjá heildarlausnir sem koma að utan og ofan í formi mengandi stóriðju.

 

„Við finnum fyrir góðum straumum og ég hlakka mikið til kosningavökunnar,“ sagði Sigurður. Við eigum mikið inni því við erum  eini flokkurinn sem talar skýrt í álversmálinu og við tölum alfarið gegn byggingu álvers í Helguvík.“ Sigurður var þess fullviss að þegar íbúar Reykjanesbæjar myndu kynna sér báráttumál flokksins þá myndi fylgi hans aukast til muna. „Við höfum mikla trú á þessu framboði og síðustu skoðanakannanir eru engan veginn marktækar, t.a.m. var Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki valmöguleiki í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á dögunum, þannig að hvernig við mældumst samt með fylgi þrátt fyrir það skiljum við ekki,“ sagði Sigurður að lokum. Meðal helstu baráttumála flokksins er að gera stórátak í málefnum aldraðra, stofnun alþjóðlegs listaháskóla í samvinnu við erlenda skóla og endurreisn fiskiðnaðar og útgerðar í Reykjanesbæ.

 

[email protected]