Ernir þakka fyrir sig
Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja, hélt sinn árlega Reykjanesdag laugardaginn 21. júlí síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist í alla staði vel, mæting var góð og móttökur á þeim stöðum sem stoppað var á frábærar.
Viljum við þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn: Sparisjóðnum í Keflavík, Icebike, Lögreglunni á Suðurnesjum, Hitaveitu Suðurnesja, Saltfisksetrinu í Grindavík, Grindavikurbæ og Víkurfréttum.
Fyrir hönd Arna
Stjórnin