Esso svarar gagnrýni

Á Aðalstöðinni í Reykjanesbæ vinnur úrvals fólk undir stjórn Önnu Karlsdóttur, Olíufélagið er stolt af sínu fólki í Keflavík og vísar algjörlega á bug að haft sé í hótunum við starfsfólk. Árangur þessarar stöðvar er slíkur að útillokað er ná slíku nema með samhentum hópi starfsfólks. Olíufélagið hefur lagt metnað sinn í að byggja upp stöð sína í Reykjanesbæ, búið er að taka í gegn og byggja við gamla Aðalstöðvar húsið þar sem nú er rekin lúgusjoppa og Domino´s Pizzu staður auk þess er útisvæðið lagfært og malbikað.
Ég vil hvetja Hafstein að endurskoða hug sinn gagnvart Aðalstöðinni og býð honum og hans fjölskyldu í stóran hóp ánægðra viðskiptavina Aðalstöðvarinnar.
Virðingarfyllst
Heimir Sigurðsson
framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagisns ehf.