Hættu að reykja!

Valgeir Skagfjörð leikari og fyrrum stórreykingamaður deilir með þátttakendum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt en hann reykti áður 3 pakka á dag! Fyrirlesturinn með Valgeiri Skagfjörð fjallar almennt um að skilja það sem liggur á bak við nikótínfíkn og hvernig hægt er að losa sig úr henni með tiltölulega einföldum aðferðum sem fela ekki í sér neina þjáningu heldur fyrst og fremst ánægju og gleði yfir því að losna úr prísundinni.
Hann segir frá því hvernig hægt er með áhrifaríkum aðferðum að sigrast á nikótínfíkninni. Þær aðferðir hafa það að markmiði að breyta hugarfarinu, þannig að við tökum sjálf þá ákvörðun að hætta og stöndum við hana.
Persónuleg og afdrifarík bók sem Valgeir hefur skrifað og gefið út nýlega, fylgir heim með þátttakendum. Nú er gott tækifæri til að hætta reykingum. Ef Valgeir gat það, þá getur þú það líka! Skráning er hafin í síma 848 5366.