Aðsent

Hughrif í bæ
Föstudagur 6. maí 2022 kl. 09:27

Hughrif í bæ

Er skapandi framtak í Reykjanesbæ sem hefur verið starfrækt undanfarin ár fyrir tilstilli ríkisstyrkja og stendur fyrir viðburðum og skapandi starfsemi sem hafa gætt bæinn lífi með menningu og listum. 

 Hughrif hópurinn hefur í samstarfi við vinnuskóla Reykjanesbæjar verið æðislegur vinnustaður fyrir unglinga og ungt fólk í Reykjanesbæ sem hefur ekki passað inní þá venjulegu vinnuhópa sem vinnuskóli Reykjanesbæjar býður uppá. Þarna eru einstaklingar sem til dæmis hafa þurft að kljást við félagaslega einangrun, verið í vandræðum með almenn samskipti jafningjar!. Flest öll ef ekki öll mjög listræn í sér og úrræðagóð, fengið vinnu þar sem hæfileikar þeirra fá að njóta sín í því að fegra Reykjanesbæ, stofnanir á vegum sveitarfélagsins ásamt opnum grænum svæðum. Hughrif í bæ er því mjög svo skapandi hópur við við ættum að hampa og hrósa happi yfir því að hafa frekar en að leyfa þessu verkefni að fjara út. Þessir litlu hlutir sem skipta svo miklu máli í heildarmynd bæjarins og gæða bænum líf á sumrin ættu að hafa meiri forgang en nú er.

 Nýverið kom það fram í viðtali á mbl.is að ekki sé fyrirséð að þessi hópur fái fjármagn til starfsins í ár og þykir mér það miður því mér þykir vænt um að sjá m.a. sögu Reykjanesbæjar á vatnstönkunum við Grænás, skemmtilegar fígúrur á ruslatunnum bæjarins og stöplum við skrúðgarðinn í Keflavík og Suðurgötu. þetta eru bara örfá dæmi um fegrun sem hefur átt sér stað síðastliðin ár og ef Facebook síða hópsins er skoðuð þá kennir þar ýmissa grasa í fallegum og skemmtilegum verkum.

 Flestir/Allir flokkar vilja núna leggja áherslu á velferðarmál,eitt af þeim málum er t.d. vinna fyrir ungt fólk. Sá hópur sem hefur skilað að mínu mati fleiri „unnum“ stundum heldur en almennir hópar í vinnuskóla sér ekki til sólar í ár. Ég hef ekki séð einn flokk leggja þeim hópi unglinga og ungs fólks sem „passar illa“ í hefðbundna vinnu rödd né vilyrði fyrir vinnu í sumar. Hver ágóði slíkrar vinnu er telst kannski ekki í krónum heldur í brosum bæjarbúa og gesta þegar listaverkin, leiksvæðin og fleiri verk eru þeim fyrir augum.  

Hughrif í Bæ var vettvangur fyrir ungt, kraftmikið og skapandi fólk sem tók vel á móti öllum hópum fólks úr samfélaginu. Listræn störf ættu að mínu mati að vera stefna hjá Reykjanesbæ en ekki úrræði eða uppfyllingarefni þegar ríkisstyrkir gefast.

Ef ekki verður farið að huga betur að þessum hóp til virkni í bæjarfélaginu þykir mér miður að ætla að innan fárra ára flytji slíkir einstaklingar burt og hafi með sér í farteskinu ekki eins hlýjan hug og aðrir íbúar. 

Kristján Carlsson Gränz