Júlíus Helgi sækist eftir 2.-4. sæti

Júlíus er 49 ára og býr með fjölskyldu sinni í Sandgerði. Hann er í stjórn Samfylkingarinnar þar í bæ og situr nú í byggingarnefnd. Júlíus er múrarameistari að mennt en auk þess lauk hann námi frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands árið 1990.
Júlíus starfaði fram að þeim tíma sem múrarameistari síðan í 7 ár sem skrifstofustjóri hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Fiskifélagi Íslands í eitt og hálft ár en rekur nú eigið fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Júlíus hefur verið í Neyðarnefnd Rauða krossins á Suðurnesjum sl. 10 ár.