Kaupin á eyrinni
Það er nú ansi bláeygt að ætla að fara að trúa því að eitthvað sé fast í hendi með það ÚA verði áfram á Akureyri í óbreyttri mynd.
Guðmundur Kristjánsson og familía sem nú hafa eignast ÚA, hafa gert sín skip að langmestu leyti út frá Reykjavík og Hafnarfirði mörg undanfarin ár, þó talað sé um í fjölmiðlum að útgerðin sé á Rifi á Snæfellsnesi og þarna sé því um eitthvað landsbyggðarfyrirbæri að ræða. Sannleikurinn er alls ekki svona einfaldur. Guðmundur er meira að segja með skrifstofur sínar í Reykjavík eins og glöggt mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í gær þegar við sáum Kristján Ragnarsson óska Gvendi til hamingju með ÚA dílinn á skrifstofu útgerðarinnar.
Nú virðist á fjölmiðlum að Eimskip hafi selt bútana úr Brim eins dýru verði og hægt var. Jafnvel uppsprengdu verði og kannski spilað mönnum hverjum á móti öðrum svo þeir byðu betur en hinir.
Svo sem þekkt í viðskiptum. Það er allavega merkilegt að sjá að Eimskip fær miklu hærra verð fyrir HB og ÚA en greitt var fyrir nokkrum mánuðum þegar flutningafyrirtækið ákvað að hasla sér völl í útgerð fyrir alvöru. Sérstaklega í ljósi þess að það eru ýmsar blikur á lofti í sjávarútvegi. Fallandi afurðaverð vegur þar þyngst. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að þessi sala, eða brask með félögin sem mynduðu Brim, skuli á endanum leiða til þess að fyrirtæki verði enn skuldsettari en áður og var þá vart á bætandi.
Skrifaði ég brask? Jú, rétt er það. Brask. Hvernig er hægt að forðast þá hugsun núna? Fyrir rétt rúmu ári var Brim myndað með miklum flugeldasýningum og yfirlýsingum um að nú ætti sko að búa til alvöru sjávarútvegsrisa. Eimskip væri komið í dæmið og allt í gúddí og björt framtíð með blóm í haga á Akranesi, Hólmavík, Skagaströnd, Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Guð má vita hvar ekki.
Nú hefur þetta sem átti nánast að verða hin mikla lokasinfónía kvótakerfisins endað með því að hljóðfæraleikararnir hafa stokkið upp úr gryfjunni og hætt nánast áður en spileríið er byrjað og í staðinn myndaðir kvintettar, kvartettar og tríó sem hafa keypt hljóðfærin á okurprís af fyrrverandi hljómsveitarstjóra sem gortar sig af "viðunandi hagnaði". Nýju hljóðfæraleikararnir verða að spjara sig hvað sem það kostar eða deyja ella.
Þetta er nú allur stöðugleikinn í kvótakerfinu. Menn eins og Guðbrandur Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Brims útmáluðu stjórnarandstöðuna sem óábyrga í kosningabaráttunni í vor. Allt færi til andskotans og helst lengra ef skipt yrði um ríkisstjórn, þar sem rekstraröryggi og jafnvægi sjávarútvegsins væri stefnt í hættu. Ég leyfi mér nú að fullyrða að aldrei hafi jafn miklir jarðskjálftar riðið yfir sjávarútveginn og eftir kosningarnar í vor. Einn harðasti kippurinn er náttúrulega braskið með Brim sem skilur nú Akureyri eftir í algeru óvissulimbói og gerir Guðbrand vonandi atvinnulausan. Er þetta það sem Guðbrandur var að agitera fyrir í kosningabaráttunni?
Og hvað gera menn þá til að lifa af og til að réttlæta hið háa verð sem þeir kreista úr hnefa ofan í velfyllta peningapoka Björgúlfsfeðga?
Jú, þeir verða að hagræða. Það er að mínu mati nokkuð ljóst að Brim eins og það leit út við eigendaskiptin á Eimskip var ekki áhugaverð eign til framtíðar í augum nýrra eigenda. Annars hefðu þeir ekki viljað selja. Annað hvort var samsteypan ekki nógu arðbær og torséð að þar mætti taka til svo hún yrði arðbærari, eða það var til nóg af aðilum "þarna úti" sem voru reiðubúnir að kaupa góssið á góðu verði. Mér sýnist að það síðara hafi orðið raunin. Þarna úti var meira en nóg af aðilum sem voru reiðubúnir að borga feitt fyrir þá dýrð sem kvótaeign hefur í för með sér hér á landi.
En þá að hagræðingunni sem ég minntist á hér fyrir ofan.
Hvernig á að hagræða til að réttlæta þetta háa kaupverð? Ég er viss um að menn hafa hugleitt þetta. Ef ég væri í sporum Guðmundar Kristjánssonar þá myndi ég strax fara í að endurskipuleggja flota ÚA. Láta frystitogarana eingöngu landa og sækja sína þjónustu til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þar er öll þjónusta fyrir hendi, ekki síst frystigeymslur fyrir afurðir sem þurfa að fara í flutningaskip (Eimskipa?).
Ég myndi líka íhuga alvarlega að flytja landvinnslu ÚA frá Akureyri. Það er tómt rugl að stunda rekstur ísfiskskipa frá þessum Eyjafirði sem tekur um tvo tíma bara að sigla út úr, og svo er eftir allt stím á miðin! Hvers vegna ekki að byggja upp öfluga landvinnslu í Ólafsvík/Hellissandi/Rifi í staðinn? Þeir feðgar reka nú þegar fiskvinnslu á þessum slóðum. Þaðan er stutt á gjöful mið og þjóðvegurinn suður, að ekki sé talað um í flugfisk til Keflavíkur er orðinn mjög góður. Það er búið að gera gríðarlegar vegabætur á Snæfellsnesi á undaförnum örfáum árum og ekki spilla nú blessuð Hvalfjarðargöngin fyrir.
Svo er náttúrulega hægt að leigja út kvótann eða selja hann. Þeir svokölluðu Rifsfeðgar með Guðmund í fararbroddi vita allt um kvótabrask og það að selja fátækum kollegum sínum aðgang að auðlindinni fyrir blóðprís. Eftir kaupin á Básafelli hafa þeir verið með þeim umsvifamestu í þessum gjörning sem er hrikalegasta arðrán sem þekkist á Íslandi í dag. Þessi þjófnaður sem kvótaleigan er, gefur gríðarlegan pening í aðra hönd fyrir kvótaeigendur. Svo er líka hægt að selja kvóta. Miðað við það yfirverð sem nýjir eigendur HB og ÚA voru reiðubúnir að borga fyrir þessi fyrirtæki (lesist: kvótann), þá ætti að vera nóg af vitleysingum "þarna úti" til að borga enn meira fyrir kvóta ef honum er dælt út á markaðinn í smá skömmtum.
Lítum svo á HB og Granda.
Ég yrði mjög hissa ef Grandi myndi ekki flytja landvinnslu sína og fiskimjölsverksmiðju upp á Akranes. Frystitogarar Granda og HB munu hins vegar landa og sækja sína þjónustu til Stór Reykjavíkursvæðisins.
Grandi er aðþrengdur og niðurlægður í Reykjavík. Það er nánast litið niður á sjávarútveg í borginni. Gamla bryggjuumhverfið er að hverfa. Grandi húkir í einu horni í Reykjavíkurhöfn sem um margra missera skeið hefur haft á sér yfirbragð skipakirkjugarðs. Höfnin er full af drullupungum sem eiga ekkert annað skilið en að fara í brotajárn. Miðborgarbúar hata fiskimjölsverksmiðju Granda, margt bendir til að ýmsir hafi áhuga á lóðum Granda, enda eru þetta flottar lóðir á einum besta stað í bænum, svæði sem býður upp á gríðarlega möguleika sem íbúðahverfi með nálægð við hafið og frábæru útsýni yfir Faxaflóann og fjallahringinn umhverfis hann. Grandi fær, eða hefur kannski þegar fengið freistandi tilboð um kaup á lóðum?
Uppi á Akranesi yrði Granda tekið opnum örmum. Þar myndi fyrirtækið fá heila höfn nánast útaf fyrir sig. Það er engin smá höfn. Undanfarna mánuði er búið að verja gríðarlegum fjárhæðum í að dýpka hana, breikka hafnargarð og búa í haginn fyrir framtíðina. Fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi er nánast ný og verið er að koma upp mjög fullkomnum búnaði til löndunar á hráefni úr fiskiskipum og útskipun á mjöli og lýsi um borð í flutningaskip. Mikill húsakostur er fyrir hendi á Akranesi, mikið landrými fyrir frekar byggingar ef þörf er á, mikil verkþekking í sjávarútvegi og margar vinnufúsar hendur.
Nú tek ég að sjálfsögðu fram að ég er borinn og barnfæddur Akurnesingur og bý í bænum og ber náttúrulega sterkar tilfinningar til míns heimabæjar. Bara svo það sé sagt. Þrátt fyrir það þá er allt það sem ég segi hér fyrir ofan Akranesi til tekna, hreinn sannleikur.
Þetta er orðinn langur pistill, svona skrifaður upphátt á kvöldstund og úr hjartanu. Eflaust hefði ég átt að eyða meira púðri í að andskotast út í kvótakerfið en það verður að bíða. Salan á ÚA og HB er bara raunveruleiki.
Áður en ég hætti verð ég þó að lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sandgerðingar skyldu ekki fá að kaupa til sín þó ekki væri meira en lungann úr þeim nýtingarrétti á Auðlindinni sem hafður var af þeim með svívirðilegum hætti þegar Miðnes sameinaðist HB.
Sú saga ætlar að verða ævarandi smánarblettur í sögu Akraness og HB.
Ég sem Akurnesingur skammast mín fyrir þennan þjófnað á rétt Suðurnesjamanna til að sækja gull í greipar Ægis.
Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður
Guðmundur Kristjánsson og familía sem nú hafa eignast ÚA, hafa gert sín skip að langmestu leyti út frá Reykjavík og Hafnarfirði mörg undanfarin ár, þó talað sé um í fjölmiðlum að útgerðin sé á Rifi á Snæfellsnesi og þarna sé því um eitthvað landsbyggðarfyrirbæri að ræða. Sannleikurinn er alls ekki svona einfaldur. Guðmundur er meira að segja með skrifstofur sínar í Reykjavík eins og glöggt mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í gær þegar við sáum Kristján Ragnarsson óska Gvendi til hamingju með ÚA dílinn á skrifstofu útgerðarinnar.
Nú virðist á fjölmiðlum að Eimskip hafi selt bútana úr Brim eins dýru verði og hægt var. Jafnvel uppsprengdu verði og kannski spilað mönnum hverjum á móti öðrum svo þeir byðu betur en hinir.
Svo sem þekkt í viðskiptum. Það er allavega merkilegt að sjá að Eimskip fær miklu hærra verð fyrir HB og ÚA en greitt var fyrir nokkrum mánuðum þegar flutningafyrirtækið ákvað að hasla sér völl í útgerð fyrir alvöru. Sérstaklega í ljósi þess að það eru ýmsar blikur á lofti í sjávarútvegi. Fallandi afurðaverð vegur þar þyngst. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að þessi sala, eða brask með félögin sem mynduðu Brim, skuli á endanum leiða til þess að fyrirtæki verði enn skuldsettari en áður og var þá vart á bætandi.
Skrifaði ég brask? Jú, rétt er það. Brask. Hvernig er hægt að forðast þá hugsun núna? Fyrir rétt rúmu ári var Brim myndað með miklum flugeldasýningum og yfirlýsingum um að nú ætti sko að búa til alvöru sjávarútvegsrisa. Eimskip væri komið í dæmið og allt í gúddí og björt framtíð með blóm í haga á Akranesi, Hólmavík, Skagaströnd, Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Guð má vita hvar ekki.
Nú hefur þetta sem átti nánast að verða hin mikla lokasinfónía kvótakerfisins endað með því að hljóðfæraleikararnir hafa stokkið upp úr gryfjunni og hætt nánast áður en spileríið er byrjað og í staðinn myndaðir kvintettar, kvartettar og tríó sem hafa keypt hljóðfærin á okurprís af fyrrverandi hljómsveitarstjóra sem gortar sig af "viðunandi hagnaði". Nýju hljóðfæraleikararnir verða að spjara sig hvað sem það kostar eða deyja ella.
Þetta er nú allur stöðugleikinn í kvótakerfinu. Menn eins og Guðbrandur Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Brims útmáluðu stjórnarandstöðuna sem óábyrga í kosningabaráttunni í vor. Allt færi til andskotans og helst lengra ef skipt yrði um ríkisstjórn, þar sem rekstraröryggi og jafnvægi sjávarútvegsins væri stefnt í hættu. Ég leyfi mér nú að fullyrða að aldrei hafi jafn miklir jarðskjálftar riðið yfir sjávarútveginn og eftir kosningarnar í vor. Einn harðasti kippurinn er náttúrulega braskið með Brim sem skilur nú Akureyri eftir í algeru óvissulimbói og gerir Guðbrand vonandi atvinnulausan. Er þetta það sem Guðbrandur var að agitera fyrir í kosningabaráttunni?
Og hvað gera menn þá til að lifa af og til að réttlæta hið háa verð sem þeir kreista úr hnefa ofan í velfyllta peningapoka Björgúlfsfeðga?
Jú, þeir verða að hagræða. Það er að mínu mati nokkuð ljóst að Brim eins og það leit út við eigendaskiptin á Eimskip var ekki áhugaverð eign til framtíðar í augum nýrra eigenda. Annars hefðu þeir ekki viljað selja. Annað hvort var samsteypan ekki nógu arðbær og torséð að þar mætti taka til svo hún yrði arðbærari, eða það var til nóg af aðilum "þarna úti" sem voru reiðubúnir að kaupa góssið á góðu verði. Mér sýnist að það síðara hafi orðið raunin. Þarna úti var meira en nóg af aðilum sem voru reiðubúnir að borga feitt fyrir þá dýrð sem kvótaeign hefur í för með sér hér á landi.
En þá að hagræðingunni sem ég minntist á hér fyrir ofan.
Hvernig á að hagræða til að réttlæta þetta háa kaupverð? Ég er viss um að menn hafa hugleitt þetta. Ef ég væri í sporum Guðmundar Kristjánssonar þá myndi ég strax fara í að endurskipuleggja flota ÚA. Láta frystitogarana eingöngu landa og sækja sína þjónustu til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þar er öll þjónusta fyrir hendi, ekki síst frystigeymslur fyrir afurðir sem þurfa að fara í flutningaskip (Eimskipa?).
Ég myndi líka íhuga alvarlega að flytja landvinnslu ÚA frá Akureyri. Það er tómt rugl að stunda rekstur ísfiskskipa frá þessum Eyjafirði sem tekur um tvo tíma bara að sigla út úr, og svo er eftir allt stím á miðin! Hvers vegna ekki að byggja upp öfluga landvinnslu í Ólafsvík/Hellissandi/Rifi í staðinn? Þeir feðgar reka nú þegar fiskvinnslu á þessum slóðum. Þaðan er stutt á gjöful mið og þjóðvegurinn suður, að ekki sé talað um í flugfisk til Keflavíkur er orðinn mjög góður. Það er búið að gera gríðarlegar vegabætur á Snæfellsnesi á undaförnum örfáum árum og ekki spilla nú blessuð Hvalfjarðargöngin fyrir.
Svo er náttúrulega hægt að leigja út kvótann eða selja hann. Þeir svokölluðu Rifsfeðgar með Guðmund í fararbroddi vita allt um kvótabrask og það að selja fátækum kollegum sínum aðgang að auðlindinni fyrir blóðprís. Eftir kaupin á Básafelli hafa þeir verið með þeim umsvifamestu í þessum gjörning sem er hrikalegasta arðrán sem þekkist á Íslandi í dag. Þessi þjófnaður sem kvótaleigan er, gefur gríðarlegan pening í aðra hönd fyrir kvótaeigendur. Svo er líka hægt að selja kvóta. Miðað við það yfirverð sem nýjir eigendur HB og ÚA voru reiðubúnir að borga fyrir þessi fyrirtæki (lesist: kvótann), þá ætti að vera nóg af vitleysingum "þarna úti" til að borga enn meira fyrir kvóta ef honum er dælt út á markaðinn í smá skömmtum.
Lítum svo á HB og Granda.
Ég yrði mjög hissa ef Grandi myndi ekki flytja landvinnslu sína og fiskimjölsverksmiðju upp á Akranes. Frystitogarar Granda og HB munu hins vegar landa og sækja sína þjónustu til Stór Reykjavíkursvæðisins.
Grandi er aðþrengdur og niðurlægður í Reykjavík. Það er nánast litið niður á sjávarútveg í borginni. Gamla bryggjuumhverfið er að hverfa. Grandi húkir í einu horni í Reykjavíkurhöfn sem um margra missera skeið hefur haft á sér yfirbragð skipakirkjugarðs. Höfnin er full af drullupungum sem eiga ekkert annað skilið en að fara í brotajárn. Miðborgarbúar hata fiskimjölsverksmiðju Granda, margt bendir til að ýmsir hafi áhuga á lóðum Granda, enda eru þetta flottar lóðir á einum besta stað í bænum, svæði sem býður upp á gríðarlega möguleika sem íbúðahverfi með nálægð við hafið og frábæru útsýni yfir Faxaflóann og fjallahringinn umhverfis hann. Grandi fær, eða hefur kannski þegar fengið freistandi tilboð um kaup á lóðum?
Uppi á Akranesi yrði Granda tekið opnum örmum. Þar myndi fyrirtækið fá heila höfn nánast útaf fyrir sig. Það er engin smá höfn. Undanfarna mánuði er búið að verja gríðarlegum fjárhæðum í að dýpka hana, breikka hafnargarð og búa í haginn fyrir framtíðina. Fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi er nánast ný og verið er að koma upp mjög fullkomnum búnaði til löndunar á hráefni úr fiskiskipum og útskipun á mjöli og lýsi um borð í flutningaskip. Mikill húsakostur er fyrir hendi á Akranesi, mikið landrými fyrir frekar byggingar ef þörf er á, mikil verkþekking í sjávarútvegi og margar vinnufúsar hendur.
Nú tek ég að sjálfsögðu fram að ég er borinn og barnfæddur Akurnesingur og bý í bænum og ber náttúrulega sterkar tilfinningar til míns heimabæjar. Bara svo það sé sagt. Þrátt fyrir það þá er allt það sem ég segi hér fyrir ofan Akranesi til tekna, hreinn sannleikur.
Þetta er orðinn langur pistill, svona skrifaður upphátt á kvöldstund og úr hjartanu. Eflaust hefði ég átt að eyða meira púðri í að andskotast út í kvótakerfið en það verður að bíða. Salan á ÚA og HB er bara raunveruleiki.
Áður en ég hætti verð ég þó að lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sandgerðingar skyldu ekki fá að kaupa til sín þó ekki væri meira en lungann úr þeim nýtingarrétti á Auðlindinni sem hafður var af þeim með svívirðilegum hætti þegar Miðnes sameinaðist HB.
Sú saga ætlar að verða ævarandi smánarblettur í sögu Akraness og HB.
Ég sem Akurnesingur skammast mín fyrir þennan þjófnað á rétt Suðurnesjamanna til að sækja gull í greipar Ægis.
Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður