Sunnudagur 2. mars 2003 kl. 19:52
Kristján tilkynnir ákvörðun sína á morgun

Kristján Pálsson alþingismaður hefur boðað til blaðamannafundar í fundarsal Fjárlaganefndar klukkan 11:00 í fyrramálið þar sem hann mun tilkynna hvort hann hyggi á sérframboð eða ekki. Kristján og stuðningsmenn hans hafa fundað um helgina þar sem staðan hefur verið rædd.