Óháð framboð ályktar um læknamál á Suðurnesjum

„Fundur Framboðs óháðra í Suðurkjördæmi haldinn í Reykjanesbæ 7. mars 2003 lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þess seinagangs sem verið hefur á lausn deilu heilbrigðisráðuneytisins og heilsugæslulækna á Suðurnesjum. Aðeins einn heimilislæknir er starfandi á Suðurnesjum í dag þar sem búa um 16 þúsund manns. Á fimmta mánuð er síðan 12 heilsugæslulæknar gengu úr störfum sínum vegna deilna um kjör og starfsumhverfi. Lipurð og dugnaður starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur komið í veg fyrir neyðarástand í heilsugælumálum svæðisins síðan þetta gerðist. Fundurinn skorar á heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til viðeigandi ráðstafana svo þessi deila leysist.“
VF-ljósmynd: Kristján Pálsson á blaðamannafundi í upphafi vikunnar þar sem hann tilkynnti um sérframboð.