Opið hús í Björginni

Námskeiðið hefur verið haldið víðsvegar um land og hefur þátttaka allsstaðar verið mjög góð, því miður var þátttaka hér á Suðurnesjum nokkuð undir væntingum. Að loknu námskeiðinu var ætlunin að mynda stuðningshópa/sjálfshjálparhópa aðstandenda. Markmið slíkra stuðningshópa er að bæta líðan aðstandenda og þar geta þeir deilt reynslu sinni með öðrum og hlýtt á reynslu annarra.
Í kjölfar námskeiðsins var ákveðið að hafa opið hús í Björginni til að aðstandendur geti kynnt sér það starf sem þar fer fram og einnig til að kynna þá sjálfshjálparhópa sem eru starfandi á Suðurnesjum í dag.
Björgin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er staðsett í húsi Sjálfsbjargar á Fitjabraut 6c í Reykjanesbæ. Björgin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum.
Við viljum vekja athygli á því að opið hús verður í Björginni laugardaginn 25. mars frá kl. 16:00 – 18:00 og hvetjum alla þá sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum að koma og kynna sér starfsemina og jafnvel taka þátt í að mynda sjálfshjálparhóp fyrir aðstandendur.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Pálína Sigurðardóttir
Trúnaðarmaður Geðhjálpar á Suðurnesjum
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Forstöðumaður í Björginni