Óþolandi þjófapakk!
Þjófnaðir hafa aukist verulega á síðari árum og virðist öllu stolið steini léttara. Bílum er stolið og finnast aldrei aftur. Lögreglan hefur ekki tök á að upplýsa nema brot af þessum þjófnuðum. Er þá ekkert hægt að gera? Árvekni almennings getur skipt miklu máli, þ.e.a.s. ef látið er vita um grunsamlegt athæfi.
Einhvern tíman frá 17-20. júní var nýlegu fjórhjóli stolið úr skemmu við sumarhús við Hafravatn rétt utan Reykjavíkur. Sennilega hefði aldrei meira til þess spurst nema af því að þjófarnir bræddu úr því og urðu að yfirgefa það. Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu að kvöldi 20. júní um yfirgefið fjórhjól á nýja Suðurstrandarveginum og reyndist það vera stolna hjólið. Þjófarnir hafa stefnt til Grindavíkur og áttu ófarna um 22 km.
Vel er hugsanlegt að einhverjir vegfarendur hafi séð til þjófanna, boðið þeim aðstoð eða jafnvel veitt þeim far til Grindavíkur án þess að gruna nokkuð misjafnt. Til frekari glöggvunar var hjólið blátt og þjófarnir líklega verið með tvo svarta hjálma sem þeir stálu líka. Þeir sem búa yfir einhverjum upplýsingum eru beðnir að hafa samband við lögregluna eða undirritaðan.
Daníel Þórarinsson
s. 893-8090
Á mynd að ofan en sjá má hjálm af sömu tegund og þjófarnir stálu.