Aðsent

Reynum að standa saman
Laugardagur 22. júní 2013 kl. 17:06

Reynum að standa saman

Það er fyrst og fremst leitt að það skuli hlakka í einhverjum hér í bæ yfir erfiðleikum við samninga á milli Norðuráls og HS Orku. Það er ótrúlegt að einhver geti haldið því blákalt fram að Reykjanesbær hafi selt meirihluta sinn út úr HS Orku, því hann átti aldrei meirihlutann í HS. Það er ótrúlegt að hér séu sömu raddir sem nú fullyrði að ekkert verði af kísilveri og segist nú bíða yfirlýsinga um það.

Það er erfitt að vinna að atvinnuumbótum  í slíku umhverfi þegar málsmetandi  heimamenn tala svona. Það er dapurt að þurfa að eyða tíma sínum i að leiðrétta rangfærslur á meðal okkar sjálfra þvi næg er villu- og neikvæðni umræðan i landsmálafjölmiðlum. Er ekki hægt að biðja menn um að standa saman. Þá veit ég að við náum landi og sköpum fjölmörg vel launuð og áhugaverð störf.

Með kveðju,
Árni Sigfússon, bæjarstjóri.