Aðsent

Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 14:21

Viltu læra nudd?

Um helgina verður grunn-nuddnámskeið í Íþróttaakademíunni. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist næga grunnþekkingu til að nudda heilt nudd af öryggi og geti meðal annars létt á vöðvaspennu í öxlum og hnakka. Námskeiðið veitir góða innsýn í gildi nuddsins og nýtist vel þeim sem leita sér aukins fróðleiks úr hinum ýmsu bókum um nudd og hafa áhuga á að leggja fyrir sig nuddnám. Aðeins örfá pláss eru laus á námskeiðið.

Lestu meira um námskeiðið hér http://www.akademian.is/DesktopDefault.aspx/tabid-130/97_read-197/