Þriðjudagur 21. janúar 2003 kl. 11:31
08.08 2003 klukkan 08:08

Á dögunum var undirritaður leigusamningur á milli Reykjanesbæjar og eigenda Hafnargötu 88 þar sem ný félags- og menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ mun verða til húsa. Félagsaðstaðan sem verið hefur í Fjörheimum flyst að Hafnargötu 88 og samkvæmt starfsáætlun Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að nýja aðstaðan verði tekin í notkun föstudaginn 08.08 klukkan 08.08 á þessu ári. Mynd: Leigusamningur var undirritaður á dögunum. Við það tilefni afhenti Árni Sigfússon bæjarstjóri leigusamninginn til menningar-, íþrótta og tómstundarsviðs