Þriðjudagur 29. júní 2004 kl. 17:13
1100 tonn af minkafóðri

Nú er unnið að útskipun á um 1100 tonnum af minkafóðri frá fyrirtækinu Skinnfiski ehf. í Sandgerði. Stöðugir flutrningar á frosnu fóðri hafa verið í gær og í dag niður á Sandgerðishöfn, þar sem afurðirnar eru hífðar um borð í Jökulfellið, skip Samskipa, sem flytur þær til Danmerkur.
Mikið hefur verið að gera hjá Skinnfiski undanfarnar vikur, en þar er unnið mestan hluta sólarhringsins við framleiðslu á minkafóðri.
Myndin: Frá útskipun minkafóðurs við Sandgerðishöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson