120 ára vígsluafmælis Njarðvíkurkirkju minnst

Sóknarprestur Baldur Rafn Sigurðsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Kristjana Gísladóttir. Dagmar Kunákova organisti stjórnar kór kirkjunnar og leikur undir hjá börnum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Börn úr Barnakór Akurskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.
Að messu lokinni bíður sóknarnefnd gestum að þiggja veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar og þar munu formaður sóknarnefndar Sigmundur Eyþórsson og Kristján Pálsson flytja ávörp. Einnig mun Berþór Pálsson syngja nokkur lög. Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarnefnd og sóknarprestur