15 skilríkjafölsunarmál á einum mánuði
Í ágústmánuði síðastliðnum komu fimmtán skilríkjafölsunarmál upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk tveggja mála þar sem engin skilríki voru til staðar. Fjöldi fölsunarmála nú er með því mesta sem komið hefur upp á einum mánuði í flugstöðinni.
Það sem af er árinu 2012 hafa 35 fölsunarmál komið upp í Leifsstöð en auk þess hafa fimm einstaklingar komið við sögu sem engin skilríki hafa haft meðferðis. Samtals er því um að ræða 40 mál.
Á sama tímabili 2011 höfðu komið upp 19 mál. Samtals urðu fölsunarmálin 34 talsins, sem upp komu í flugstöðinni á síðasta ári.