Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 09:26
18 ára á ofsahraða

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem ók hraðast var ökumaður á 18. aldursári sem mældist á 179 km á klst. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Líklegt er að mál hans fari fyrir dómstóla, þar sem sektarreglugerðin nær ekki yfir svo mikinn hraða.