450 farþegum bjargað eftir fimm tíma á flughlaði

Mjög hvasst var á flugvellinum og lemjandi rigning. Farþegar biðu í um fimm klukkustundir eftir því að komast frá borði en ófært var til að leggja landgöngum flugsöðvarinnar að vélunum.
Flugvallarstarfsmenn, flugöryggisverðir, slökkvið og lögregla mynduðu óslitna röð frá dyrum flugvélanna og aðstoðuðu fólkið við að komast að langferðabifreiðum sem flutti það að flugstöðinni.
Ljósmyndari Víkurfrétta fylgdist með björgunaraðgerðum og tók meðfylgjandi myndir.
