47,4% Grindvíkinga án bílbelta

Að könnuninni stóðu umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Kjartan Benediktsson og slysvarnakonur úr Slysavarnadeildinni.
Að umferðarkönnuninni lokinni fóru slysavarnakonur með umferðarfulltrúann um bæinn og skráðu niður athugasemdir þar sem talin var þörf á lagfæringum. Kjartan mun vinna skýrslu úr gögnunum og senda viðkomandi aðilum og þrýsta á að lagfæringar verði gerðar.