Fréttir

47,4% Grindvíkinga án bílbelta
Föstudagur 19. mars 2004 kl. 11:06

47,4% Grindvíkinga án bílbelta

Nær helmingur fólks í umferðarkönnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík nú í vikunni voru án bílbelta. Úrtakið var 171 bíll á fjölförnum gatnamótum og voru 81 án belta eða 47,4% en 90 voru í beltum eða 52,6%. Könnunin stóð yfir frá kl. 14:00 til 14:30 sl. þriðjudag.
Að könnuninni stóðu umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Kjartan Benediktsson og slysvarnakonur úr Slysavarnadeildinni.
Að umferðarkönnuninni lokinni fóru slysavarnakonur með umferðarfulltrúann um bæinn og skráðu niður athugasemdir þar sem talin var þörf á lagfæringum. Kjartan mun vinna skýrslu úr gögnunum og senda viðkomandi aðilum og þrýsta á að lagfæringar verði gerðar.