Laugardagur 6. janúar 2001 kl. 04:26
5600 skráningar á „Tvöfalda Reykjanesbraut“

Nú um miðjan dag á þrettándanum hafa 5600 manns skráð sig á undirskriftalistann til stuðnings tvöföldunar Reykjanesbrautar.Skráningarnar eru að koma víða af landinu og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið duglegir að skrá sig inn á síðuna. Hún verður opin áfram en boðað hefur verið til borgarafundar í Stapa nk. fimmtudag um málefni Reykjanesbrautar.