Föstudagur 17. maí 2002 kl. 09:14
Á bleiku skýi og veltu bíl!

Fjögur ungmenni voru flutt í annarlegu ástandi á sjúkrahús í Keflavík eftir bílveltu á Stafnesvegi í Sandgerði. Tilkynnt var um veltuna rúmlega sex í morgun en þegar sjúkraflutningsmenn komu á staðinn var fólkið úr bílnum hverrgi sjáanlegt. Þá var lögreglugert viðvart.Ungmennin fundust "á bleiku skýi" í sumarbústað á svæðinu. Þau voru öll flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ökumaðurinn var þó ekki undir áhrifum neinna vímuefna.