Mánudagur 24. janúar 2005 kl. 10:20
Á ofsahraða á Víkurbraut

Í gær voru fjórir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 121 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá var einn ökumaður tekinn á ofsahraða á Víkurbraut í Grindavík og mældist hraði hans 130 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km.
Tvö hávaðaútköll bárust á næturvaktinni vegna partýhávaða, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði.