Aðsúgur gerður að heimili í Reykjanesbæ

Lögreglan í Keflavík hefur rannsakað þennan þátt málsins sérstaklega og getur staðhæft að umrædd bifreið tengist ekki málinu.
Lögreglan í Keflavík biður fólk að halda ró sinni því töluvert er til af rauðum bifreiðum á Suðurnesjum.
Í tilkynningu frá Lögreglunni í Keflavík, sem gefin var út nú fyrir skömmu, kemur fram að málið sé óleyst og að ekki beinist grunur að neinum tilteknum aðila en töluvert af ábendingum hafi borist sem lögreglan hefur kannað og er nú að kanna.
Einnig kemur fram að um fjögur tilvik sé að ræða og þau hafi sennilega átt sér stað á tímabilinu frá 19.05.05 til 25.05.05.
Börnin sem fyrir þessu hafa orðið eru nemendur í Holtaskóla og Myllubakkaskóla í Keflavík og Njarðvíkurskóla.