Æðarfugl finnst dauður í olíutjörn

Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness voru í morgun við Gerðakotstjörn að kanna frekar aðstæður en í gær var vart við olíu í þanghrúgum í tjörninni. Flogið var með starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Umhverfisstofnunar með ströndinni frá Ósabotnum og að Sandgerði. Þar voru kortlagðir hugsanlegir staðir þar sem olíuflekkir hafi komið að landi út frá þangbingjum í fjörunni.
Unnið verður að dælingu á olíu í skipinu í alla nótt. Nú er stórstraumsfjara á strandstað og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu.
Mynd: Æðarfuglinn er illa farinn af olíumengun. VF-mynd: Hilmar Bragi