Mánudagur 27. mars 2006 kl. 09:00
Áfram norðanátt

Klukkan 6 í morgun var norðlæg átt, víða 8-15 m/s, en hægari suðaustanlands. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en yfirleitt léttskýjað syðra. Frost 0 til 7 stig á láglendi, en sums staðar frostlaust við ströndina.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðan 10-18 m/s og skýjað með köflum. Frost 0 til 6 stig, en víða frostlaust yfir hádaginn.