Ágæt jólaverslun

„Síðasta vikan var mjög góð. Það væri óskandi ef við gætum náð þessum mannfjölda oftar niður í bæ,“ sagði Óskar Færseth í Sportbúðinni. Fjóla Þorkelsdóttir, gullsmiður var í óða önn að afgreiða þegar fréttamaður spurði hana um gang mál. „Bara mjög fínt,“ sagði hún og leit yfir búðina sína sem var troðfull af fólki. Kristín Kristjansdóttir í Kóda var alsæl og Georg V. Hannah sagðist vera með mun meiri traffík en í fyrra enda var búðin hans oft troðfull af fólki fyrir jól. Guðbjörn Ólafsson í Rönning var í skýjunum með traffíkina í desember og vitað er að fleiri voru mjög sáttir þó svo að á ýmsu hafi gengið í jólamánuðinum í mörgum óveðrum.