Allt búið í Ásahverfi!

Mikil áhugi var á lóðum í hverfinu og þurftu menn að hafa hraðar hendur á til að festa sér slíka. Það var því slegið hraðamet í lóðaúthlutunum hjá umhverfis- og skipulagssviði í vikunni.
Eingöngu var úthlutað til einstaklinga að þessu sinni og höfðu þeir forgang fram til föstudagsins 10. febrúar.
Á myndinni má sjá að allar lóðir í Ásahverfi hafa verið merktar eigendum sínum.
Af vef Reykjanesbæjar