Sunnudagur 13. janúar 2002 kl. 17:31
Allur farangur gegnumlýstur í sérstökum bíl

Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli hafa verið auknar til muna. Allur farangur sem fer um borð í flugvélar er gegnumlýstur.Tollgæzlan á Keflavíkurflugvelli hefur fengið til verksins sérstaka bifreið sem allur farangur fer í gegnum. Meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis þegar unnið var við bifreiðina undir húsgafli Leifsstöðvar.