Fréttir

Alþingismenn óska Árna bata
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 18:05

Alþingismenn óska Árna bata

Þegar þingi var frestað í dag færði Margrét Frímannsdóttir Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, og Árna R. Árnasyni, þingmanni Suðurkjördæmis, óskir um bata fyrir hönd allra þingmanna.

Eins og margir vita hefur Árni glímt við erfið veikindi undanfarin misseri þannig að hann hefur ekki getað sinnt þingstörfum. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991 fyrst í Reykjaneskjördæmi og síðar í Suðurkjördæmi.