Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

  • Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar á ferð um Suðurnes
    Pálmi Hannesson aldarafmælisstjóri Lions tók á móti Bob Corlew alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar á Garðskaga en þangað kom forsetinn á þessum forláta Dodge árgerð 1948
  • Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar á ferð um Suðurnes
    Alþjóðaforsetinn með Lionsfólki um borð í Hólmsteini GK á Garðskaga.
Þriðjudagur 6. september 2016 kl. 09:37

Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar á ferð um Suðurnes

- Kynnti sér starf Lionsklúbba í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ

Bob Corlew, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar var staddur hér á landi í þeim tilgangi að hitta Lionsfélaga alls staðar af landinu og kynna sér frá fyrstu hendi það starf sem fram hefur farið á Íslandi undir merkjum hreyfingarinnar. Meðal annars hitti hann félaga í Lionsklúbbum á Suðurnesjum.

Ferðalag alþjóðaforsetans hófst í Sandgerði þar sem hann kynnti sér starfsemi Lionsklúbbs Sandgerðis í Efra-Sandgerði. Frá Sandgerði var forsetanum ekið í forláta fornbíl, árgerð 1948, út á Garðskaga þar sem Lionsfólk í Garði tók á móti honum og föruneyti. Á Garðskaga var Bob boðið um borð í Hólmstein GK þar sem m.a. var undirritaður samningur milli Linonshreyfingarinnar á Íslandi og Öskju. Askja leggur Lions til bifreið sem notuð verður í vetur í kynningarstarfi á Lions. Lionshreyfingin fagnar einmitt 100 ára afmæli á næsta ári.

Frá Garðskaga var farið á slökkvistöðina í Keflavík og þaðan í paradís Lionsmanna í hlíðum Grænás í Njarðvík þar sem gróðursettar voru trjáplöntur í gróðurvin.

Með í för var einnig Guðrún Björt Yngvadóttir sem nýverið var kjörin annar varaforseti hreyfingarinnar, fyrst kvenna. Á næsta ári gegnir hún hlutverki fyrsta varaforseta og þar á eftir tekur hún við embætti alþjóðaforseta.



Jenný Kamilla Harðardóttir er fyrsta konan til að ganga í Lionshreyfinguna á Norðurlöndum. Hún er í Lionsklúbbnum Garði. Hér er hún ásamt Dianne Corlew eiginkonu alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar og Guðrúnu Björt Yngvadóttur sem er 2. varaforseti Lionshreyfingarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Askja leggur Lions á Íslandi til Kia Rio til að nota á ferðalögum um Ísland þar sem Lions verður kynnt á 100. afmælisárinu.



Frá gróðursetningu í Grænási. Mynd: Dianne Corlew



 

Viðreisn
Viðreisn