Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Álversframkvæmdir í Helguvík að komast aftur í gang
Álver Norðuráls í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 1. september 2012 kl. 14:22

Álversframkvæmdir í Helguvík að komast aftur í gang

Efnisleg niðurstaða er komin í samninga Norðuráls og HS orku um útvegum orku til álvers í Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á hátíðarsviði Ljósanætur í Reykjanesbæ rétt í þessu. Ræðuna flutti hann við lok árgangagöngunnar þar sem þúsundir manna gengu saman niður Hafnargötuna í Keflavík og að hátíðarsvæðinu við Ægisgötu.

„Stærstu fréttirnar í atvinnumálum sem ég hef að segja ykkur eru þessar. Það er komin efnisleg niðurstaða í samninga Norðuráls og HS orku um útvegun orku til álvers í Helguvík. Stærsta hindrunin er þá frá í lok maraþon hindrunarhlaups,“ sagði Árni og bætti við:

„Ég þykist þess fullviss að það standi ekki á ríkisstjórninni að klára málið sín megin, fremur en sveitarfélögum.“ Þá sagði Árni: „Munum að umhverfisvænstu álver í heiminum eru á Íslandi og við sláum hvergi af þeim kröfum. Vel á annað þúsund manns munu fá vinnu, fasteignaverð styrkist, vinnufúsar hendur geta fengið störf og meðallaun hækka verulega á svæðinu.“

SSS
SSS