Andaregg ungaðist „óvart“ út inni í skáp!

Unginn var strax tekinn og reynt að gefa honum fæðu, sem tókst með herkjum. Þar sem ekki telst viðeigandi að ala upp endur í fjölbýlishúsum var haft samband við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík, sem aumkaði sig yfir okkar mann og tók ungann í fóstur.
Enginn vildi kannast við að hafa sett eggið inn í hitaveituskápinn þegar spurst var fyrir um það í fjölbýlishúsinu í dag. Ungir piltar, sem voru sakleysið uppmálað í dag, komu svo í kvöld í heimsókn til okkar manns og spurðust fyrir um ungann. Þeir höfðu tekið eggið úr andarhreiðri og sett veiðibjölluegg í staðinn. Þeir höfðu hins vegar ekki hugmynd um að eggið hafði ungast út í heitum hitaveituskápnum.
Unginn er nú í góðu yfirlæti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og loforð var tekið af starfsfólkinu þar um að vel yrði séð um andarungann sem skreið úr eggi í hitaveituskáp í fjölbýlishúsi við Heiðarholt í Keflavík.