Mánudagur 21. janúar 2002 kl. 18:32
Antonio Banderas í Leifstöð síðdegis

Antonio Banderas, einn af þekktustu leikurum Hollywood, var í Leifsstöð nú undir kvöld. Leikarinn var þar í föruneyti nokkurra manna og kvenna á Jetstream einkaþotu sinni að taka eldsneyti.Hópurinn fór inn í flugstöðina og kíkti í búðir og spjallaði við starfsfólk í Leifsstöð. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, náði meðfylgjandi myndum af kappanum þegar hann hélt út í vél að nýju eftir stutt stopp kl. 18:00 í kvöld.
Samkvæmt upplýsingum úr Leifsstöð var kappinn að koma frá Spáni og heldur héðan til Kanada.