Árni í fyrsta - Gunnar í fimmta
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafa verið birtar. Talin hafa verið 740 atkvæði af um 1500 greiddum atkvæðum.
Eftir fyrstu tölur er röð sjö efstu frambjóðenda þessi.
1. Árni Sigfússon
2. Böðvar Jónsson
3. Magnea Guðmundsdóttir
4. Baldur Guðmundsson
5. Gunnar Þórarinsson
6. Björk Þorsteinsdóttir
7. Einar Magnússon
Lokatölur eru væntanlegar á tíunda tímanum í kvöld.