Atlantavél snúið aftur til Keflavíkur

Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.Í fréttatilkynningunni segir að aðvörunarljós fyrir einn af þremur hreyflum Lockheed Tristar breiðþotu félagsins, sem var á leið frá Keflavík til Dyflinnar á Írlandi með 360 farþega innanborðs, hafi kviknað eftir um 15 mínútna flug.
Af öryggisástæðum var vélinni strax snúið við til Keflavíkur og lenti hún þar klukkan 10.00 í morgun. Nú er verið að skoða hreyfilinn af viðhaldsdeild félagsins. Félagið hefur boðið farþegum upp á veitingar í flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan beðið er, en ef viðgerð tefst er ráðgert að ein af Boeing 747 þotum félagsins sem stödd er á Charles De Gaulle flugvelli í París fljúgi til Keflavíkur og verði kominn um klukkan 15.00 til að taka farþegana til Dyflinnar.