Átta þúsund fyrir refinn
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar. Fyrir refi eru greiddar 8.000 krónur á dýr en fyrir yrðling fást 2.000 krónur. Verðlaun fyrir unninn mink eru 3.500 krónur á fullorðið dýr.
Til þess að aðili fái greitt skv. framangreindri verðskrá þarf að liggja fyrir samningur hans við Grindavíkurbæ um veiðarnar.

Náist í skottið á Mikka ref í Grindavík fást fyrir það 8.000 krónur.