Fimmtudagur 21. febrúar 2002 kl. 20:37
Atvinnuleysi eykst á Suðurnesjum

Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í janúar er 182 eða um 2,3%, en var 137 eða um 1,7% af áætluðum mannafla í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuástand í janúar 2002.Atvinnulausum konum hefur fjölgað um 26 að meðaltali milli mánaða og atvinnulausum körlum um 19. Atvinnuleysi kvenna mælist nú 3,5% en var 2,9% í desember og atvinnuleysi karla 1,5% en var 1% í desember sl.