Fréttir

Austanátt og væta
Þriðjudagur 16. mars 2010 kl. 08:17

Austanátt og væta


Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir austlægri átt 5-10 m/s, hægari í kvöld, en norðaustan 8-13 á morgun. Rigning eða súld með köflum og hiti 2 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Austan 5-10 m/s, en hægari síðdegis. Austan og norðaustan 5-10 á morgun. Rigning eða súld og hiti 2 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á miðvikudag:

Austlæg átt 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Víða rigning með köflum, en snjókoma eða slydda norðanlands og á Vestfjörðum. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast suðvestantil.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s. Él norðan- og austantil á landinu, en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Heldur kólnandi.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt. Slydda með köflum sunnantil á landinu og hiti um frostmark, en annars stöku él og frost 2 til 7 stig.