Austlægar áttir í dag

Austlæg átt, víða 8-15 m/s sunnantil þegar kemur fram á daginn og rigning eða súld, einkum eftir hádegi. Hægari norðantil og bjart veður að mestu. Austan og norðaustan 3-8 á morgun, skýjað að mestu og rigning eða súld sunnan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðantil í dag, en vestantil á morgun.