Barði hús utan með leiðiskrossi

Annars var nóttin nokkuð erilsöm hjá lögreglu þar sem m.a. var kvartað yfir unglingum sem voru að sprengja flugelda víðs vegar um bæinn fram á nótt.
Einnig réðist ölvaður viðskiptavinur eins skemmtistaðar í Reykjanesbæ á dyravörð með flösku að vopni. Hann sló dyravörðinn tvisvar í höfuðið, en flaskan brotnaði ekki. Hlutust af talsverðar bólgur.
Einn ökumaður var tekinn fyrir meintan ölvunarakstur í Grindavík í nótt og annar réttindalaus.
Loks var bifreið stórskemmd við Mávabraut í Reykjanesbæ í nótt. Rúður höfðu verið brotnar og virðist sem hoppað hafði verið á henni.
VF-mynd/Þorgils - Frá kirkjugarðinum