Barn fæddist í fólksbíl á Reykjanesbraut

Foreldrarnir, Sveinn Speight og Silvía Ósk Speight, höfðu ætlað sér að fæða barnið á Heilbrigðisstöfnun Suðurnesja. Áður en þau lögðu af stað til Reykjanesbæjar í gær, en þau búa í Hafnarfirði, hafði Silvía Ósk misst vatnið.
„Það var ekki um annað að ræða en að stöðva bílinn og taka á móti barninu. Ég var í sambandi við sjúkraflutningamenn sem leiðbeindu mér í gegnum síma meðan á fæðingunni stóð. Sjúkrabílarnir komu síðan skömmu eftir að strákurinn fæddist og keyrðu okkur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja," segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Fyrir eiga Sveinn og Silvía fimm ára strák og átján mánaða stelpu og heilsast móður og hinum nýfædda syni vel.
Mynd: Sveinn Speight og Silvía Ósk Speight með drenginn sem fæddist á Reykjanesbrautinni í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson