Bifreið stórskemmdist
Bifreið skemmdist verulega þegar ökumaður missti stjórn á henni á Reykjanesbraut í gær. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um óhappið nokkru eftir hádegi. Ökumaðurinn hafði ekið austur Reykjanesbrautina en missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan í vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur, en fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbíl.