Bíl stolið í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Maður sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu.
Bíllinn er pallbíll af gerðinni Mitsubishi L-200, blár og grár að lit, og er með númerið UY-488, árgerð 2004. Áberandi eru fjórir ljósakastarar á framstuðara bifreiðarinnar.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar eru beðnir um að hringja í lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.
Myndin er af bíl sömu tegundar.