Bílabruni upplýstur
Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst bensínþjófnað og bílabruna á bílaleigu á Suðurnesjum um helgina. Átta bílar skemmdust í brunanum, þar af eru fimm gjörónýtir. Tveir menn um tvítugt voru handteknir í gær og játuðu þeir verknaðinn. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi.
Þetta staðfesti Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við RÚV, sem greindi frá málinu nú áðan. Annar mannanna brenndist nokkuð á fótum en hafði ekki leitað til læknis vegna meiðsla sinna þegar hann var handtekinn.