Fréttir

Bílaflotinn verði raforkuknúinn
Föstudagur 2. október 2009 kl. 08:48

Bílaflotinn verði raforkuknúinn


Bæjarráð sveitarfélagsins Voga hefur ákveðið að óska eftir samstarfi við fyrirtækið Northern Lights Energy . Stefna bæjarráðs er að til framtíðar verði farartæki sveitarfélagsins knúin rafmagni eða öðrum vistvænum orkugjöfum. Northern Lights Energy er fjárfestingafélag sem hefur að leiðarljósi að fjárfesta í verkefnum sem stuðla að vistvænni nýtingu náttúruauðlinda. Eitt af markmiðum félagsins er að raforkuvæða stærstan hluta bílaflotans hér á landi fyrir árslok 2012.