Miðvikudagur 15. október 2003 kl. 09:53
Bílbeltanotkun könnuð

Í dag hófst umferðarátak lögregluembætta á suðvesturlandi þar sem hugað verður að öryggisbeltum og öryggisbúnaði fyrir börn í bílum. Í nýrri skýrslu Landsbjargar um bílbeltanotkun ökumanna kemur í ljós að notkunin er ekki viðunandi á mörgum stöðum og meðal annars hér í Reykjanesbæ. Lögreglumenn munu næstu daga vera sýnilegir við leikskólana á svæðinu. Auk þess geta ökumenn búist við því að vera stöðvaðir af lögreglu, hvar og hvenær sem er, þar sem bílbeltanotkun verður könnuð. Í dag hafa sex aðilar verið kærðir fyrir að vera ekki með bílbelti spennt. Sektarupphæðin fyrir hvern og einn er 5000 kr og einn punktur í ökuferlisskrá ef um er að ræða ökumann.